Maður og náttúra

122 Stökkbreytingar og kynæxlun skapa breytileika Forsenda þess að náttúruvalið verki er að innan hverrar tegundar líf- vera ríki breytileiki eiginleika. Þessi breytileiki getur aukist vegna þess að genin taka sífelldum breytingum sem stafa af svokölluðum stökk- breytingum . Við stökkbreytingarnar geta komið fram nýir eiginleik- ar hjá afkvæmunum og stundum hafa þeir mikla kosti í för með sér. Breytileikinn verður þó yfirleitt enn meiri hjá lífverum sem fjölga sér með kynæxlun . Þá raðast genin saman á nýjan hátt í hverri kynslóð og mikill breytileiki verður því hjá afkvæmunum. Líklegt er að einhver afkvæmanna búi yfir eiginleikum sem auka líkurnar á því að þau standi vel gagnvart náttúruvalinu. Líffræðileg fjölbreytni Sá breytileiki og sú fjölbreytni sem við sjáum hjá lífverum nú er af- rakstur af aðlögun lífvera að umhverfi sínu. Umhverfið er breyti- legt og sums staðar eru aðstæður þannig að fjölbreytni lífvera verður mjög mikil. Í regnskógum hitabeltisins lifir til dæmis lík- lega um helmingur allra lífverutegunda jarðar. Lífríkið er því afar fjölbreytilegt þarna og þar er margs konar „lífsrými“ í boði fyrir tegundirnar. Hver tegund velur sér tiltekinn stað og tiltekið hlutverk í umhverfinu og það kallast sess hennar. Í rás þróunarinnar hefur það komið sér vel fyrir tegundirnar að sérhæfa sig og verða sér úti um tiltekinn sess. Þar sem umhverfið býður upp á fáa sessa eru tegundir lífvera yfirleitt fáar. Þannig háttar meðal annars til í fjalllendi. ÞRÓUN LÍFSINS Nýjar tegundir verða líka til án einangrunar Stundum myndast nýjar tegundir án þess að einhver hópur lífvera hafi einangrast. Þetta gerist oft innan plönturíkisins. Margar plöntur þola betur en dýr breyttan fjölda litninga. Stöku sinnum koma fram í náttúrunni – eða eru kallaðar fram á tilraunastofum eða í gróðrarstöðvum – plöntur með margfeldi af eðlilegum litningafjölda tegundarinnar. Prestafíflar (oft kallaðir krýsur) bera falleg blóm og vaxa bæði í náttúrunni og í görðum og gróðrarstöðvum. Grunntala litninga í frumum þeirra í náttúrunni er 18, en líka þekkjast villtar tegundir með tvöfalda þá tölu, það er 36 litninga, auk þess sem frjóar tegundir eru ræktaðar með fjórfalda þá tölu, eða 72 litninga. Lífríkið er fjölskrúðugt í regnskógum hitabeltisins og fjölbreytni þess er mikil. Þessi litskrúðugi fugl er ein fjölmargra lífvera frumskóganna. LÍF Í ÞRÓUN

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=