Maður og náttúra

121 ÞRÓUN LÍFSINS Tegund verður til Á mjög löngum tíma getur náttúruvalið breytt tilteknum hópi innan tegundar svo mjög að lífverur í þeim hópi geta ekki lengur eignast afkvæmi með öðrum lífverum upphaflegu tegundarinnar. Þá hefur orðið til ný tegund lífvera. Dýralífið á Galapagos-eyjum leiðir skýrt í ljós að samspil milli erfða og umhverfis get- ur orðið til þess að nýjar tegundir verða til. Eyjarnar mynduðust við eldgos á sjávarbotni og voru í fyrstu algerlega lífvana. Þótt þær séu langt undan meginlandinu bárust ýmsar líf- verur þangað með tíð og tíma, bæði plöntur og dýr. Ein af þeim lífverum sem námu land á eyjunum var finku- tegund sem breiddist út um eyjarnar. Finkurnar sérhæfðu sig og lifðu á mismunandi fæðu. Fuglarnir voru einangraðir hverjir á sinni eyju og það varð til þess að þeir þróuðust á mismunandi hátt. Nú getum við séð að til dæmis goggurinn er ekki eins hjá öllum fuglunum. Finkurnar eru nú orðnar svo ólíkar að þær geta ekki lengur eignast unga saman. Eina finkutegundin, sem kom upphaflega til eyjanna, hefur nú getið af sér þrettán nýjar teg- undir. Á Galapagos-eyjum, undan strönd Suður- Ameríku, má finna skýr dæmi um það hvernig tegundir geta orðið til. Finkurnar á Galapagos-eyjum hafa lagað sig að mismunandi æti. Lögun goggsins sýnir vel hvort viðkomandi tegund lifir á skordýrum, fræi eða hnetum. Bakteríur sem þola pensilín Raunverulegt dæmi, sem staðfestir að þær lífverur lifa af sem hafa lagað sig best að umhverfi sínu, er sú staðreynd að til eru bakteríur sem hafa öðlast þol gegn pensilíni. Þolið er oftast fyrir hendi hjá nokkrum bakteríum. Ef pensilín er sjaldan eða aldrei notað hefur þessi eiginleiki ekki mikið gildi fyrir bakteríurnar. En ef pensilín er notað að staðaldri búum við til umhverfi þar sem þolnu bakteríurnar standa mjög vel að vígi. Þær lifa af vegna þess að þær þola pensilín og geta fjölgað sér ört því að nú er ekki lengur samkeppni við hinar bakteríurnar sem pensilínið vann á. Næst verða það kannski bara þolnu bakteríurnar sem valda veikindum og þá kemur pensilínið ekki að neinu gagni. Það er því mjög mikilvægt að nota pensilín aldrei nema þegar rík ástæða er til. LÍF Í ÞRÓUN

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=