Maður og náttúra

120 ÞRÓUN LÍFSINS Piparfetari og loftmengun Náttúruvalið sér til þess að þróun á sér alltaf stað. Sem dæmi getum við tekið fiðrildi sem kallast piparfetari. Það er yfirleitt ljóst með dekkri flekkjum og þess vegna sést það nánast ekki þegar það situr á ljósum trjástofnum og fuglar sjá það illa eða ekki. Á 19. öld tóku menn að brenna kolum í stórum stíl og sótmengun jókst stórlega. Það varð til þess að trjástofnar urðu dekkri en áður vegna sótsins. Þá urðu fiðrildi af dökka litbrigði piparfetarans mjög algeng. Líklegt er að dökka litarafbrigðið hafi verið til áður hjá tegundinni. Þegar umhverfið breyttist og trjástofnarnir urðu dekkri féllu fiðrildi af þessu litbrigði betur inn í umhverfið og duldust betur á trjástofnunum en ljósa litbrigðið. Skyndilega varð þessi eiginleiki til þess að fiðrildin af dökka litbrigðinu sáust verr en þau ljósu og fuglar átu meira af þeim ljósu. Náttúruvalið var allt í einu orðið hliðhollt dökku fiðrildunum. Á síðari árum hefur sótmengun minnkað og trjástofnarnir eru orðnir ljósir á ný. Það kemur ekki á óvart að ljósu fiðrildin eru nú orðin fleiri en þau dökku. Aðlögun og afkoma Dæmið af piparfetaranum leiðir í ljós hvernig náttúruval- ið getur dregið fram kosti nýrra eiginleika. Náttúruvalið byggist á því að hjá hverjum hópi dýra eða plantna er viss fjölbreytni í eiginleikum . Sumir eiginleikar verða til þess að þeir sem bera þá eiga meiri möguleika til þess að komast af og fjölga sér. Af þessu leiðir að einstaklingar, sem eru búnir eiginleikum sem nýtast best í tilteknu um- hverfi , komast best af og eignast að jafnaði fleiri afkvæmi en aðrir. Þessir eiginleikar verða því algengari í næstu kynslóð. Það er ekki endilega sá sterkasti sem lifir heldur sá sem býr yfir eiginleikum sem valda því að hann nær sér í meiri fæðu og eignast fleiri afkvæmi en aðrir. Ef um- hverfið breytist verða kannski aðrir eiginleikar heppileg- ir en þeir sem reyndust best áður en breytingin kom til. Piparfetari er fiðrildi sem er til í tveimur litbrigðum, ljósu og dökku. Ljósa litbrigðið dylst vel á ljósum trjástofnum og á því meiri möguleika á að lifa og fjölga sér en það dökka sem sker sig vel úr á þessum ljósa bakgrunni.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=