Maður og náttúra

119 Þróunarkenningin verður til Þessi nýja vitneskja og skilningur á steingervingum varð til þess að menn skildu að lífverur höfðu þróast frá einföldum lífverum til sífellt flóknari lífvera. Það gekk í berhögg við ríkjandi hugmyndir þess tíma sem gengu út frá því að allar tegundir lífvera hefðu orðið til við sköpun heimsins. Þessar nýju hugmyndir um að lífverur hefðu þróast og breyst á löngum tíma mótuðust og styrktust á 19. öld og fram komu margar kenningar um þróun lífvera. Margir náttúruvísindamenn glímdu við að skýra þróun lífsins. Þekktastur þeirra er breski náttúrufræðingurinn Charles Darwin , sem setti fram þróunarkenningu sína árið 1859 . Náttúruval Darwin bauðst að fara í rannsóknarleiðangur umhverfis jörðina á her- skipinu Beagle. Í ferðinni kom hann meðal annars til Galapagos-eyja undan strönd Suður-Ameríku. Þar sá hann fjöldamargar dýrategundir sem hann hafði hvergi séð annars staðar. Margar þeirra höfðu lagað sig á einstæðan hátt að mismunandi umhverfi eyjanna. Darwin dró þá ályktun að það væri náttúruvalið sem lægi að baki allri þróun lífvera. Það byggist á því að bæði dýr og plöntur eignast fleiri afkvæmi en geta lifað. Þeir einstaklingar, sem hafa einhverja eig- inleika sem gera þá hæfari en aðra til þess að afla fæðu, vaxa og fjölga sér, lifa fremur af en þeir sem hafa ekki þessa eiginleika. Náttúruvalið er því prófsteinn á það hversu vel lífverum gengur að laga sig að því um- hverfi sem þær lifa í. Hinir hæfustu lifa af hverju sinni. Árið 1859 gaf Charles Darwin út bókina Uppruni tegundanna. Þar setti hann fram þá kenningu að allar lífverur ættu sér sameiginlegan uppruna. ARVET OCH DNA Miklagljúfur (Grand Canyon) í Bandaríkjunum er stórkostlegur staður þar sem lesa má þróun lífsins í gljúfurveggjunum. Kóloradófljót hefur grafið sig niður í gegnum ótalmörg jarðlög og þar má ganga að ýmiss konar steingervingum. Elstu steingervingarnir eru í neðstu lögunum og eru 550 milljón ára gamlir. Efstu jarðlögin eru 250 milljón ára gömul. Charles Darwin hélt því fram að allar tegundir lífvera ættu sér sama uppruna. Sú hugmynd að við hefðum þróast af öpum vakti andagift margra teiknara.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=