Maður og náttúra

118 Þróunin Steingervingar eru leifar fornra lífvera Í fornum jarðlögummá víða finna ummerki löngu liðinna lífvera. Þessi ummerki eru ýmist mót af lífverum, heilum eða hluta þeirra, eða för eftir lífverur, til dæmis fótspor. Ummerkin varðveitast í jarðlögunum því að leifar lífveranna steingerast með tímanum. Þá koma steinefni í stað lífrænna sameinda í vefjum lífveranna. Þessar leifar fornra lífvera og ummerki eftir þær kallast steingervingar . Þetta get- ur til dæmis verið kuðungur af snigli sem fylltist af leir og varð svo að steini. Mótið heldur sér þótt kuðungurinn sjálfur sé horfinn fyrir löngu. Á 17. öld var það mjög vinsæl iðja að safna steingervingum. Safnararnir áttuðu sig á því að margir steingervinganna voru eins og þær lífverur sem finna mátti í náttúrunni. En aðrir steingerv- ingar voru allt öðruvísi og safnararnir þekktu þær lífverur alls ekki. Menn slógu því föstu að þeir stein- gervingar væru frá þeim hlutum heimsins sem höfðu þá enn ekki verið rannsakaðir. Síðar fóru menn að átta sig á því að þessir torkennilegu steingervingar hlytu að vera af aldauða plöntum og dýrum . Sumir töldu að þetta væru lífverur sem hefðu farist í syndaflóðinu sem lýst er í Biblíunni. Vísbendingar í jarðlögum Undir lok 18. aldar fór skilningur manna á steingervingum að vaxa. Þá áttuðu menn sig á því að þeir steingervingar, sem fundust í mismunandi jarðlögum, höfðu myndast á mismunandi tímum. Lífverurnar hefðu eftir dauða sinn grafist í eðju og orðið að steingervingum. Hvert nýtt lag lagðist yfir þau sem fyrir voru og steingervingar í neðstu lögunum hlutu því að vera eldri en þeir sem voru ofar í jarðlagastaflanum. Það staðfesti að jarðsagan skiptist í mörg tímabil sem einkenndust af mis- munandi tegundum dýra og plantna. Menn skildu líka að það hlaut að hafa tekið mjög langan tíma að mynda þessi miklu jarðlög með steingervingunum. Lífið hlaut að eiga sér miklu lengri sögu á jörðinni en talið hafði verið fram til þessa. 5.1 Fornleifafræðingar þurfa að sýna mikla gætni og vinna skipulega þegar þeir losa um leifar af dýrum sem grófust fyrir óralöngu og umbreyttust síðar í berg.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=