Maður og náttúra
10 LJÓSTILLÍFUN OG BRUNI Stöngull með æðum Vatn og steinefni eru tekin úr jarðvegi og flutt upp til laufblaðanna Sykur frá laufblöðum er fluttur til rótarinnar Fleira þarf en loft, vatn og sólskin Við framleiðslu á prótínum og vítamínum þurfa plönturnar ýmislegt annað en vatn og koltvíoxíð. Fyrst og fremst þurfa þær steinefni , svo sem nitur, fosfór og kalíum. Þær þurfa líka örlítið magn af járni, kopar og sinki og fleiri efnum til þess að vaxa vel. Plöntur taka þessi efni úr jarðveginum þar sem þau eru leyst í vatni. Ýmiss konar áburður inniheldur þessi efni. Pottaplöntur, sem eru fölar og vaxa illa, fá að líkindum ekki nóg af einhverju steinefni. Ef við gefum þeim áburð lifna þær yfirleitt við og taka að vaxa vel. Æðar flytja vatn og glúkósa Rætur plantna taka upp vatn og steinefni úr jarð vegi og þessi efni þarf að flytja upp til laufblaðanna. Sá flutningur fer fram um sérstakar æðar í plöntum. Glúkósinn, sem myndast í laufblöðunum, flyst líka eftir æðum til hinna ýmsu hluta plöntunnar. Hann er fluttur meðal annars til rótarinnar því að í frumum hennar eru engin grænukorn og þær njóta einskis sólarljóss. Því geta þær ekki ljóstillífað og búið til glúkósa til eigin nota. 1 Hvað er ljóstillífun? 2 Hvaða efni þurfa plöntur til ljóstillífunar og hvaða efni myndast í þessu ferli? 3 Hvað kallast græna litarefnið í plöntum? 4 Hvað verður um sólarorkuna sem plönturnar beisla í ljóstillífuninni? 5 Glúkósi getur breyst í ýmis efni í plöntum. Nefndu nokkur þeirra. 6 Hvaða efni þurfa plöntur umfram vatn og koltvíoxíð? 7 Lýstu því hvernig lofttegundir, vatn og glúkósi eru flutt um plöntur. 8 Lýstu því hvernig kolefnisfrumeind er flutt frá andrúmsloftinu og verður hluti af stofni trés. Jan Babtista van Helmont gerði ráð fyrir því að byggingarefnið í trénu, sem hann notaði við tilraun sína, kæmi úr vatninu sem hann vökvaði tréð með. Hvað varð um vatnið og hvers vegna er útilokað að vatnið sé það byggingarefni sem van Helmont hugsaði sér? Vatn og uppleyst efni flytjast eftir æðum plantna. SJÁLFSPRÓF ÚR 1.1
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=