Maður og náttúra

Þróun lífsins 5 5.1 Þróunin 5.2 Upphaf lífsins 5.3 Lífverur nema land Í BRENNIDEPLI: frá miklahvelli til mannsins 5.4 Uppruni manna Við skulum hefja þennan kafla á hraðferð gegnum tímann, frá því að alheimurinn varð til. Tímaflakkið hefst á tímanum núll fyrir næstum fjórtán milljörðum ára. Við stillum klukkuna á miðnætti og ætlum að vera komin til baka til nútímans klukkan tólf á hádegi. Fyrst gerist nánast ekki neitt. Smám saman taka stjörnur og stjörnuþokur að myndast. Ein þessara stjörnuþoka er vetrarbrautin okkar. Um klukkan átta ummorguninn myndast sólkerfið okkar og við sjáum jörðina, heimkynni okkar. Þar eru aðstæður ofsafengnar, gjósandi eldfjöll og loftsteinum rignir á yfirborðið, en ekkert líf þrífst enn. Stuttu fyrir klukkan níu tekur að lygna og klukkustund síðar hefur lofthjúpurinn breyst. Nú er súrefni í lofthjúpnum. Klukkan tifar áfram. Um klukkan hálftólf tekur hafið að iða af lífi. Skömmu síðar hafa bæði plöntur og dýr numið land. Klukkan tíu mínútum fyrir tólf rekumst við á risaeðlur. En nú gerist allt hratt. Aðeins ein mínúta er eftir fram að hádegi og enn örlar ekki á mönnum. Þrjátíu sekúndur. Tuttugu. Tíu. Nú gerist eitthvað … 1 Sköpun lífsins hefur verið lýst á marga vegu. Hvernig heldur þú að lífið hafi byrjað? 2 Getur þú bent á einhverjar vísbendingar sem staðfesta þróun lífsins? 3 Hvernig heldur þú að lífverur muni þróast í framtíðinni? Lúsí og ættingjar hennar voru forfeður manna sem lifðu í Afríku fyrir um 3,5 milljónum ára. 117 Fjölbreytni, náttúruval og skyldleiki • að þróun lífsins byggist á fjölbreytileika og náttúruvali • að menn geta greint skyldleika hinna ýmsu lífvera • að byggingareiningar lífvera urðu til í andrúmsloftinu fyrir nokkrum milljörðum ára • að fyrstu lífverurnar voru mjög einfaldar frumur • að hafið var iðandi af lífi löngu áður en plöntur eða dýr sáust á landi • að maðurinn er í hópi prímata • að forfeður núlifandi manna komu fram í Afríku fyrir um 200 000 árum Í ÞESSUM KAFLA LÆRIR ÞÚ EFNI KAFLANS

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=