Maður og náttúra
115 ERFÐIR OG ERFÐAEFNI SAMANTEKT Heilkenni Downs stafar af aukalitningi í einu litningapari. Litblinda stafar af gölluðu geni í X-litningnum. DNA-greining. Fræ plantna eru varðveitt í genabönkum. Erfðabreytt matvæli. Erfðagallar • Ef fjöldi litninga verður ekki réttur eftir frjóvgunina getur fósturvísirinn dáið eða barnið orðið á einhvern hátt óeðlilegt, til dæmis með einhverja þroskahömlun. • Erfðasjúkdómar stafa af gölluðum genum sem ganga að erfðum. Heilbrigðir foreldrar geta eignast barn með erfðasjúkdóm ef hann ræðst af víkjandi geni. Barnið hefur þá fengið gallaða genið frá báðum foreldrum sínum. • Erfðasjúkdómar, sem stafa af galla í X-litningi, koma nær eingöngu fram hjá körlum. Þetta er dæmi um kynbundnar erfðir. Konur geta borið genið, sem veldur sjúkdómnum, og arfleitt börn sín að því án þess að þær séu sjálfar haldnar honum. • Margir sjúkdómar stafa af samspili milli erfða og umhverfis. • Ef galli kemur fram í erfðaefninu er talað um stökkbreytingu. Stökkbreyting í líkamsfrumum getur valdið krabbameini eða öðrum sjúkdómum. Stökkbreytingar ganga því aðeins að erfðum að þær verði í kynfrumum. Erfðatækni • Erfðatækni byggist á því að„klippa og líma“ erfðaefni og flytja gen milli mismunandi tegunda lífvera. Með aðferðum erfðatækninnar getum við meðal annars látið bakteríur framleiða lyf. • Genapróf eru notuð til þess að greina sjúkdómsvaldandi gen. Vitneskjan, sem þau veita, getur jafnvel nýst til þess að draga úr líkum á því að sjúkdómur komi fram. • Genalækningar byggjast á því að setja ný gen í frumur manns til að reyna að lækna sjúkdóm. • Kort af erfðamengi sýnir hvar í litningunum hin ýmsu gen eru og það sýnir líka allt stafróf DNA-sameindanna. • DNA-greining er aðferð sem er notuð til þess að sanngreina fólk út frá örlitlu magni af erfðaefni (DNA). Þessi aðferð getur líka skorið úr um það hver er faðir tiltekins barns. Erfðafræði og matvæli • Kynbætur plantna og dýra byggjast á því að æxlað er saman einstaklingum með eiginleika sem menn vilja að komi fram hjá afkvæmunum. • Kynbætur og ræktun byggjast á því að erfðafræðilegur breytileiki sé mikill, til dæmis að plöntutegundir búi yfir mörgum og mismunandi eiginleikum. Við varðveitum fjölbreytileikann í lifandi og fjölbreyttri náttúru og í svokölluðum genabönkum. • Með aðferðum erfðatækninnar getum við búið til plöntur og dýr með algerlega nýja eiginleika. Við getum fært gen milli tegunda sem geta venjulega alls ekki eignast afkvæmi saman. 4.4 4.5 4.6
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=