Maður og náttúra
114 ERFÐIR OG ERFÐAEFNI SAMANTEKT Margt er líkt með skyldum. Stafróf erfðanna. Jafnskipting (mítósa). Freknur ráðast af ríkjandi geni. Genin eru ávallt í pörum. Lykill erfðanna • Erfðafræðin fjallar um erfðir lífvera. • Erfðaeiginleikar eru varðveittir í litningunum í kjörnum frumna. DNA-sameindir geyma upplýsingar um eiginleikana. • Upplýsingarnar í DNA-sameindunum eru„skrifaðar“ með fjögurra stafa erfðastafrófi. Röð þessara bókstafa í DNA-sameindunum felur í sér upplýsingar sem fruman nýtir sér. • Litningar skiptast í margar erfðaeiningar sem kallast gen. • Í hverju geni eru upplýsingar sem segja til um það hvernig frumurnar geti framleitt eitt tiltekið prótín. • Röð bókstafa í genunum segir til um það í hvaða röð amínósýrur raðast saman í prótínum. Hvert prótín hefur sína sérstöku röð amínósýra. • Prótín geta meðal annars verið byggingarefni, boðefni eða ensím. • Allar frumur líkamans hafa sömu upplýsingarnar í DNA-sameindum sínum. Frumurnar eru ólíkar hver annarri vegna þess að mismunandi gen eru virk í hinum ýmsu frumugerðum. Frá kynslóð til kynslóðar • Við stækkum vegna þess að frumurnar fjölga sér. Við venjulega frumuskiptingu, svokallaða jafnskiptingu, eftirmynda DNA-sameindirnar sjálfar sig. Það tryggir að báðar frumurnar, sem myndast, verða erfðafræðilega nákvæmlega eins. • Við myndun kynfrumna skipta frumurnar sér með sérstakri frumuskiptingu sem kallast rýriskipting. Þá myndast frumur sem hafa helmingi færri litninga en upphaflega fruman. Þegar kynfrumurnar sameinast við frjóvgun verður til okfruma. Af henni þroskast nýr einstaklingur sem hefur sama fjölda litninga og foreldrarnir. • Í frumum manna eru 46 litningar, 23 úr eggfrumu móður og 23 úr sáðfrumu föður. • Kynlitningar í frjóvgaðri eggfrumu ákvarða hvort af henni þroskast strákur eða stelpa. Ef kynlitningarnir eru XY fæðist strákur en stelpa ef kynlitningarnir eru XX. Lögmál erfðanna • Genin eru ávallt í pörum sem kallast genasamsætur. Annað genið er frá móður en hitt frá föður. • Eiginleikar, sem ráðast af ríkjandi geni, koma alltaf fram. Þá nægir að genið erfist frá öðru foreldranna. • Eiginleikar, sem ráðast af víkjandi geni, koma bara fram ef barnið hefur fengið genið frá báðum foreldrunum. • Með hjálp reitatöflu getum við reiknað út hversu miklar líkur eru á því að eiginleiki, sem ræðst af einu geni, komi fram. • Flestir eiginleikar hjá hverjum einstaklingi ráðast af mörgum genasamsætum. Sumir eiginleikar lífvera byggjast líka á samspili milli gena og umhverfisins. 4.1 4.2 4.3 F f
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=