Maður og náttúra

112 ERFÐIR OG ERFÐAEFNI Tómatjurt Baktería með DNA- sameind Plöntufruma með DNA-sameind Eiturgenið er klippt út úr DNA-sameind bakteríunnar úr þessum hrísgrjónum en hinum hefðbundnu. Menn hafa líka bætt genum í hrísgrjónaplöntur sem valda því að líkaminn á auðveldara með að taka upp járn úr hrísgrjónunum. Járnskortur er sömuleiðis algengur hjá fólki í fátækum löndum. Þrátt fyrir þessa jákvæðu eiginleika hafa margir verið andsnúnir ræktun þessara gullnu hrísgrjóna og efast um að erfðatæknin sé rétta lausnin til þess að ráða bót á næringarskorti í fátækum löndum. Gullnu hrísgrjónin Með erfðatækni hefur mönnum tekist að búa til nytjaplöntur sem eru næringarríkari en þær sem áður voru ræktaðar. Gullnu hrísgrjónin, sem svo eru kölluð, eru dæmi um þetta. Í þessar plöntur hefur verið bætt geni sem var tekið úr sólfífli og það veldur því að hrísgrjónin verða mjög auðug að A-vítamíni. Í mörgum fátækum löndum þjáist fólk af A-vítamínskorti og mörg börn verða blind vegna þess. Hugmyndin með þessari erfðabreytingu er að börnin fái meira A-vítamín Plöntur með viðbættum genum Erfðatæknin gerir mönnum kleift að flytja gen milli tegunda. Þannig getum við búið til erfðabreytt dýr, erfðabreyttar plöntur og bakteríur. Einu nafni kallast slíkar lífverur erfðabreyttar lífverur . Menn hafa til dæmis tekið gen úr bakteríu sem geymir upplýsingar um eitur sem drepur skordýr. Eiturgenið er klippt út úr erfðaefni bakteríunnar og því er bætt við erfða- efni plöntufrumu. Af frumunni er ræktuð ný planta og allar frumur plöntunnar hafa þetta bakteríugen í sér. Þær framleiða því þetta eitur og skordýr, sem éta plöntuna, drepast. Kostir og gallar erfðatækninnar Erfðatæknin gerir okkur kleift að búa til plöntur sem aldrei hefðu orð- ið til við venjulegar kynbætur. Til dæmis þarf ekki að eiturúða plöntur, sem hafa í frumum sínum gen fyrir skordýraeitri, jafn mikið og plöntur sem hafa ekki genið í sér. Með erfðatækni hefur mönnum líka tekist að búa til hrísgrjónaplöntur sem mynda næringarríkari hrísgrjón og repju með heppilegri olíu en sú sem áður var ræktuð. En hvaða hætta getur stafað af erfðatækni? Hvað gerist til dæmis ef fræ erfðabreyttra plantna berast frá ökrunum og út í villta náttúru? Þar geta þær kynblandast villtum plöntum og afkvæmin fá þá nýju eigin- leikana. Þau gætu orðið illgresi sem erfitt væri að uppræta. RANNSÓKNIR Eiturgenið er sett inn í DNA- sameind plöntufrumunnar Plöntufruman er ræktuð Ný tómatjurt með eiturgen

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=