Maður og náttúra

111 ERFÐIR OG ERFÐAEFNI Líffræðileg fjölbreytni Við kynbætur plantna og dýra er gengið út frá því að hver tegund lífvera búi yfir sem flestum og fjölbreytilegustum eiginleikum, að erfðafræðilegur breytileiki sé sem mestur. Markmiðið er ekki að búa til ný gen heldur að velja þau gen sem best henta hverju sinni og raða þeim saman á ýmsa vegu. Á það má benda að um leið stuðlum við að því að minnka fjölbreytileikann . Í landbúnaði og skógrækt rækta menn yfirleitt örfáar tegundir og best þykir að breytileiki innan hverrar tegundar sé sem minnstur. Ef líffræðileg fjölbreytni verður of lítil getur landbúnaðurinn komist í vanda. Lítill erfðafræði- legur breytileiki getur valdið því að tiltekinn sjúkdómur eyði gjörsamlega allri uppskeru eða hann drepi öll tré tiltekinnar tegundar í rækt- uðum skógi. Erfitt getur líka reynst að finna ein- staklinga af tiltekinni tegund sem búa yfir mót- stöðuafli gegn sjúkdómum. En ef þeir finnast má ef til vill nota þá til þess að æxla þeim saman á nýjan máta þannig að til verði plöntur sem hafa þol gegn sjúkdómnum. Í genabönkum eru varðveitt fræ með genum sem gætu annars horfið úr plöntum. Fræjunum er safnað víða í heiminum, þeim pakkað í sérstaka poka og komið fyrir í genabönkum. Í ósnortinni náttúru er ótrúlegur fjölbreytileiki, en því er hins vegar þveröfugt farið í nútímalandbúnaði. Á ræktuðu landi vaxa yfirleitt aðeins fáar tegundir og best þykir að breytileiki innan tegundanna sé sem minnstur. Genabankar Menn hafa haft áhyggjur af því að erfða- fræðilegur breytileiki nytjaplantna minnki stöðugt og þess vegna hafa verið settir á fót genabankar . Í þessum bönkum eru geymd fræ eins margra tegunda og framast er kostur. Í genabönkunum eru fræ villtra ættingja helstu nytjaplantna og fræ ýmissa tegunda sem ekki þykir lengur henta að rækta. Það er líka mikil- vægt að halda áfram að rækta gamlar tegundir og skapa þannig lifandi genabanka sem hægt verður að ganga í um alla framtíð.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=