Maður og náttúra

110 Hveitið, sem nú er ræktað, er afrakstur mörg þúsund ára ræktunar sem hófst með ræktun villtra grastegunda. Öxin með fræjunum hafa lengst jafnt og þétt og stráin hafa styst. Kynbætur plantna og dýra í þúsundir ára Fyrir meira en tíu þúsund árum fóru menn við Miðjarðarhafið að rækta villta grastegund sem hveiti er komið af. Fræið mátti nota heilt eða mala það og fá mjöl. Hveiti er nú ræktað í þúsundum afbrigða en vex hins vegar hvergi villt. Hveitijurtin er ein af mörgum plöntum sem bændur hafa kynbætt frá alda öðli. Kynbæturnar byggðust á því að þeir völdu jafnan plöntur sem voru gæddar góðum eiginleikum og æxluðu þeim saman og þann- ig urðu til plöntur með enn betri eiginleika en foreldraplönturnar. Þá komu fram plöntur sem voru til dæmis með stærri fræ eða meira af prótíni eða plöntur sem þoldu kulda betur en áður þekktist. Kynbætur plantna byggjast nú einkum á vali og kynblöndun . Með nútímaþekkingu í erfðafræði geta menn greint og fundið tiltekin gen í erfðaefni plantnanna og þá verður auðveldara að velja réttu „foreldra- plönturnar“ til kynbótanna. Sama meginregla gildir um kynbætur dýra . Þau húsdýr, sem við ræktumnú, eru afrakstur margra alda kynbóta um allan heim. Kynbætur á nautgripum hafa ýmist miðað að því að fá gripi sem mjólka meira eða gefa af sér meira kjöt en áður. 4.6 Erfðafræði og matvæli [taumhveiti] [einkornahveiti] [gresjuhveiti] [hirðingjahveiti] [brauðhveiti]

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=