Maður og náttúra

Stofnfrumur úr fósturvísum og fullorðnu fólki Stofnfrumur eru frumur sem geta orðið að hvaða gerð frumna sem er í líkamanum. Þegar fóstrið er nýbyrjað að vaxa kallast það fósturvísir og í honum verða stofnfrumurnar til. Á síðasta áratug síðustu aldar fóru vísindamenn að nýta sér fósturvísa sem gengu af við tæknifrjóvgunaraðgerðir og rækta stofnfrumur úr þeim. Hugmynd þeirra er sú að nota þær til þess að koma í stað gallaðra frumna í líkamanum. En stofnfrumur finnast líka hjá fullorðnu fólki. Sumar þessara stofnfrumna má taka úr líkamanum og rækta þær á sama hátt og stofnfrumur úr fósturvísum. Tæknin er meðal annars notuð þegar beinmergur er fluttur milli manna til þess að lækna ýmsa sjúkdóma í blóði. Margir binda vonir við að unnt verði að nota stofnfrumur úr fullorðnum í stað stofnfrumna úr fósturvísum. Klónun í þágu læknavísindanna Ef menn ætla að nota stofnfrumur til þess að búa til varahluti í menn verða þær að vera eins líkar líkamsfrumum viðkomandi manna og framast er kostur. Helst þurfa þær að hafa sömu gen og líkamsfrumurnar. Ef genin eru mjög ólík er hætta á að ónæmiskerfi líkamans hafni þeim. Ef það gengur ekki að nota stofnfrumur frá þeim sem er haldinn sjúkdómi er hugsanlegt að í framtíðinni geti menn beitt svokallaðri klónun þar sem kjarni er færður milli frumna. Þetta gæti til dæmis komið sér vel fyrir þá sem eru haldnir Parkinsons-sjúkdómi. Þá framleiða frumur í heilanum ekki nægilega mikið af boðefninu dópamíni. Frumukjarni úr þeim sjúka væri þá tekinn og honum komið fyrir í eggfrumu sem kjarninn hefði verið tekinn úr (sjá mynd). Ef eggið tekur að skipta sér er hugsanlegt að til verði nýjar stofnfrumur sem eru erfðafræðilega mjög líkar líkamsfrumum sjúklingsins. Þá má koma þeim fyrir í líkama sjúklingsins án þess að hætta sé á að líkaminn hafni þeim. Klónun hefur ekki verið beitt fram til þessa í því skyni að lækna fólk. 109 Sjúklingur fær nýju taugafrumurnar sem eru erfðafræðilega eins og hans eigin frumur Sjúklingur með Parkinsons- sjúkdóm Húðfruma úr sjúklingnum Eggfrumugjafi Eggfruma sem kjarninn hefur verið tekinn úr Kjarnanum úr húðfrumunni er komið fyrir í eggfrumunni Eggfruman tekur að skipta sér Stofnfrumur fósturvísis myndast af eggfrumunni Stofnfrumur eru teknar úr fósturvísinum og þær verða að taugafrumum sem mynda dópamín Kjarni

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=