Maður og náttúra

Dollý – klónun fullvaxinna dýra Þegar dýr eru klónuð fást afkvæmi sem hafa nákvæmlega sömu gen og foreldrið. Fyrsta spendýrið, sem var klónað, var sauðkindin Dollý. Hún varð til úr frumukjarna úr venjulegri líkamsfrumu „móður“ sinnar, sem var sex vetra sauðkind. Frumukjarnanum var komið fyrir í eggfrumu annarrar sauðkindar. Kjarninn hafði áður verið tekinn úr þeirri eggfrumu og hún gat síðan skipt sér með nýja kjarnanum úr líkamsfrumu hinnar sauðkindarinnar og úr henni þroskaðist ný sauðkind, Dollý, sem var erfðafræðilega eins og sauðkindin sem átti frumuna sem frumukjarninn var sóttur í („móðir“ Dollýjar). Frá því að Dollý fæddist árið 1997 hefur mönnum tekist að klóna mús, svín, kött, kanínu og dýr af fleiri tegundum. Klónunin tekst aðeins í fáeinum tilvikum af mörgum og þegar Dollý varð til var þetta eina eggfruman af tæplega þrjú hundruð sem gaf af sér heilbrigðan einstakling. Dollý varð sex vetra gömul og bar alls sex lömbum, öllum heilbrigðum. Hún var þrílembd eitt árið. Klónun og stofnfrumur Klónun (einræktun) er tækni sem gerir okkur kleift að búa til nákvæmt afrit (eitt eða mörg) af frumum eða sjálfstæðum lífverum. Þekkingin á klónun hefur vaxið mjög hratt á síðari árum og með henni hefur mönnum tekist að klóna nokkrar tegundir dýra. Rannsóknir í læknisfræði beinast að því að klóna svokallaðar stofnfrumur í von um að geta búið til „varahluti“ svo að gera megi við skemmdar frumur og jafnvel vefi eða hluta líffæra fólks sem glímir við sjúkdóma. 108 Þannig var Dollý klónuð. 1. Fruma er tekin úr júgri úr ær („móður“ Dollýjar) og frumukjarnanum haldið til haga. 2. Eggfruma er tekin úr annarri á og kjarninn fjarlægður úr frumunni. 3. Frumukjarninn úr júgurfrumunni (úr „móður“ Dollýjar) er settur í kjarnalausu eggfrumuna. 4. Eggfrumunni með nýja kjarnanum er komið fyrir í legi þriðju ærinnar sem gengur með fóstrið. 5. Ærin ber lambi, Dollý, sem er klónuð eftirmynd ærinnar sem átti júgurfrumuna sem frumukjarninn var tekinn úr. Dollý og fyrsta ærin eru því erfðafræðilega eins. Kjarnagjafi,„móðir“ Dollýjar Dollý Staðgöngumóðir Eggfrumugjafi Í BRENNIDEPLI

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=