Maður og náttúra

9 LJÓSTILLÍFUN OG BRUNI Prótín, fituefni og vítamín Plöntur nota líka glúkósa til þess að búa til prótín sem eru meðal annars í baunum. Í sumum plöntum myndast mikið af fituefnum , meðal annars olíur. Plöntuolíur eru unnar til dæmis úr repju, sólblómafræi og ýmsum hnetum. Í plöntum eru líka ýmiss konar vítamín og margar plöntur eru því holl fæða fyrir okkur. Hrísgrjón, hveiti, maís, bygg, rúgur, hafrar, hirsi, dúrra, kart­ öflur og fjöldi annarra plöntuafurða eru mikilvæg undirstöðufæða um allan heim. Í öllum þessum fæðutegundum eru fjölmörg efni sem hafa myndast fyrir tilstilli ljóstillífunar sem er án nokkurs vafa eitt mikil­ vægasta, lífræna efnaferlið á þessari reikistjörnu. Plöntur framleiða líka prótín og fituefni. Baunir innihalda mikið af prótínum. Sólblómafræ eru auðug að fitu. Hvað varð um allt koltvíoxíðið? Þegar jörðin myndaðist fyrir nokkrum milljörðum ára var nánast ekkert súrefni í andrúmsloftinu, en hins vegar mikið af koltvíoxíði. Nú er mjög lítið koltvíoxíð í andrúmsloftinu en styrkur súrefnis hefur vaxið upp í 20%. Hvað varð um allt koltvíoxíðið? Líf á jörðu kviknaði líklega fyrir um þremur milljörðum ára. Síðan hafa blábakteríur, þörungar og plöntur tekið upp mikinn hluta koltvíoxíðsins í andrúmsloftinu og notað við ljóstillífun sína. Kolefnisfrumeindirnar bundust í glúkósa sem umbreyttist síðan í ýmis önnur efni í plöntum. Leifar plantna og þörunga, sem lifðu fyrir hundruðum milljóna ára, umbreyttust og urðu að mó, kolum, olíu og gasi djúpt í jörðu. Í þessum lífrænu jarðefnum er mikill hluti þeirra kolefnisfrumeinda sem voru í árdaga jarðar í koltvíoxíði andrúmsloftsins. LÍF Í ÞRÓUN

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=