Maður og náttúra

107 ERFÐIR OG ERFÐAEFNI A A A G T G A C G G T G A A G A C T G A G G G A G G A G C G A C T C T G A C A G T G A A G G A T G A T C A G G T C T T C C C C A T G A A C C C T C C C A Genakort leiða skyldleika í ljós Genakort auðvelda mönnum mjög að bera saman erfðaefni ólíkra lífvera. Bæði það sem er eins og það sem er ólíkt segir til um hversu skyldar hinar ýmsu lífverur eru. Það sem er eins getur líka aukið þekkingu okkar á sjúk- dómum manna þegar við rannsökum samsvarandi gen hjá til dæmis gersveppum. DNA-greining Hver maður er algerlega einstæður í erfðafræðilegu tilliti. Sú staðreynd gerir mönnum kleift að nota DNA til þess að finna afbrotamenn og sanngreina látna sem ekki er vitað hverjir eru. Við getum beitt DNA-greiningu ef við höfum einhvers konar sýni úr manni í höndunum og í því eru DNA-sameindir. Þær geta til dæmis verið í blóði, sæði, munnvatni eða húðfrumum. DNA-sameindirnar eru síðan klipptar niður í búta með sérstökum ensímum. Síðar eru búin til fjölmörg afrit af DNA- bútunum og þess vegna þarf ekki að vera nema örlítið magn af DNA-sameindum í því sýni sem menn hafa í höndum. Bútarnir eru svo flokkaðir eftir stærð og þá fæst mynstur sem líkist strikamerki. Mynstrið er svo til dæmis borið saman við erfðaefni úr manni sem er grunaður um afbrot. Þessi tækni er líka notuð til þess að kanna hvort tveir ein- staklingar séu skyldir, til dæmis ef skera þarf úr um faðerni barns. DNA-greining er notuð til þess að sanngreina fólk út frá mjög litlu magni erfðaefnis, jafnvel úr einni frumu. 1 Hvað er erfðatækni? 2 Hvers vegna eru gen flutt milli mismunandi lífvera? 3 Nefndu dæmi um lyf sem er framleitt með hjálp erfðatækni. 4 Lýstu því hvernig bakteríur eru látnar framleiða vaxtarhormón manna. 5 Nefndu dæmi um það hvernig genapróf eru notuð. 6 Hvernig geta menn fundið afbrotamenn með hjálp erfðatækni? 7 Menn geta beitt erfðatækni til þess að greina sýkingar. Hvernig er það gert? 8 Hvað eru genalækningar og hvers vegna er gerður greinarmunur á genalækningum á líkamsfrumum annars vegar og kynfrumum hins vegar? Ræddu um kosti þess og galla ef þú færð að vita hvort þú ert með genaafbrigði sem veldur sjúkdómi þar sem samspil er milli erfða og umhverfis. SJÁLFSPRÓF ÚR 4.5

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=