Maður og náttúra

106 ERFÐIR OG ERFÐAEFNI C C A T T G A G G C C C A G A A T A G G C C C T T T T G A T G C C A A A A C A T C T G T C T T T G T G G C G G A G C C C C A A A G A A T C C T T T G T C A A A A G G G A C C A T C C A G A G C A G A G A A G G G A G G DNA-þreifarar finna bakteríur og veirur Þekking manna á genum nýtist meðal annars til þess að greina bakteríur og veirur sem valda sýkingum. Ef læknar vita nákvæmlega hvaða tegund bakteríu eða veiru veldur sýkingu geta þeir gefið það lyf sem ræður niðurlögum hennar. Með hjálp svokallaðra DNA-þreifara leita menn að þekktum niturbasaröðum í erfðaefni bakteríunnar eða veirunnar. Þetta er í reynd mjög svipað því og þegar við leitum í tölvu að upplýsingum á netinu. Þessa tækni má líka nota til þess að finna sjúkdómsvaldandi bakteríur í matvælum. Kort sem sýna erfðamengið Allar upplýsingar, sem erfðaefni hverrar lífveru geymir, kallast erfða- mengi hennar. Með hjálp erfðatækni hefur mönnum tekist að búa til kort yfir allar upplýsingar í DNA-sameindum okkar. Þær upplýsingar eru erfðamengi okkar. Við vitum sem sagt nákvæmlega í hvaða röð niturbasarnir fjórir, A, C, G og T, eru í DNA-sameindum okkar og við vitum líka hvar einstök gen sitja í litningunum. Svona kort eru líka til yfir erfðamengi sumra annarra lífvera, til dæmis ýmissa baktería, músa og hrísgrjóna. En hvers vegna viljum við eiga kort af genunum okkar? Einn kostur við það er sá að kortið gerir okkur kleift að rannsaka hvernig genin starfa saman og hafa áhrif hvert á annað. Með þessu móti getum við rannsakað allar erfðir mannsins í heild og hvernig þær verka á tiltekna frumu eða heila lífveru. Genakortin eru líka notuð til þess að skilja hvaða hlutverki hvert gen gegnir. Kannski viljum við vita hvar í líkamanum prótín frá tilteknu geni er mikilvægt. Margir binda vonir við að þessi nýja þekking auð- veldi okkur að segja fyrir um sjúkdóma, koma í veg fyrir þá og finna lækningu við þeim. Genakortin sýna að munurinn á erfðaefni manns og simpansa er aðeins eitt prósent. Um 99% erfðamengisins eru nákvæmlega eins í þessum lífverum. Nú hafa verið gerð genakort af erfðamengi margra plantna og dýra, til dæmis músar. Genakortin sýna röð niturbasanna í DNA- sameindunum og hvar hin ýmsu gen eru í litningunum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=