Maður og náttúra
105 ERFÐIR OG ERFÐAEFNI Genalækningar: ný gen í líkamanum Með því að koma nýjum genum fyrir í líkamanum er reynt að láta frumur líkamans framleiða sjálfar þau lyf sem hann þarf á að halda. Það að koma nýjum genum fyrir í frumum líkamans kallast gena lækningar . Nú standa yfir rannsóknir í þeim tilgangi að ráða bót á ýmsum erfðasjúkdómum, svo sem dreyrasýki, en líka til þess að lækna krabbamein. Þessar aðferðir eru enn á tilraunastigi. Genalækningum hefur hingað til aðeins verið beitt á líkamsfrumur manna. Þau gen, sem bætt er við í frumurnar, eru því aðeins hjá þeim einstaklingi sem var meðhöndlaður en þau berast ekki til afkvæma hans. Ef beita á genalækningum á kynfrumur , það er á egg- og sáð- frumur, geta breytingarnar (lagfæringarnar) gengið að erfðum. Ekki er gott að segja fyrir um hvaða afleiðingar það kann að hafa og þess vegna liggur bann við því að beita genalækningum á kynfrumur. Genapróf Við getum líka beitt erfðatækni til þess að leita uppi gen sem valda erfðasjúkdómum. Ef við vitum hvernig gallinn í DNA-sameindinni er getum við gert genapróf á nokkrum frumum úr munnvatni. Við getum líka greint genagalla með því að finna til dæmis prótín sem starfar ekki rétt. Á Íslandi er tekið blóðsýni úr öllum ný- fæddum börnum til þess að kanna hvort þau eru haldin einhverjum sjaldgæfum en erf- iðum sjúkdómum. Þetta gerir læknum kleift að hefja meðhöndlun sjúkdómanna strax, sem getur verið mjög mikilvægt. Genapróf veita oft óskýr svör. Það er alls ekki víst að einstaklingur verði veikur þótt hann beri gallað gen. Mörg önnur gen geta ráðið því hvort gallinn, sem genið veldur, komi fram eða ekki og umhverfið getur líka haft áhrif á það. Í sumum tilvikum er engin lækning til við genagalla. Þá er sá kostur í boði að fara alls ekki í genapróf. Vildir þú vita um erfða- fræðilega áhættu sem ekkert er hægt að gera við? Hvernig á að fara með slíkar upplýsingar? Hvernig heldur þú að upplýsingar um gen þín gætu haft áhrif á möguleika þína til að fá starf eða líftryggingu? Blóðpróf, sem er tekið úr nýfæddum börnum, gerir mönnum kleift að greina snemma nokkra erfiða erfðasjúkdóma og beita þeirri meðferð sem best gagnast.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=