Maður og náttúra

104 Erfðatækni Hvað er erfðatækni? Þekking manna á erfðum hefur aukist gríðarlega hratt. Þessi aukna þekking hefur leitt af sér nýja tækni við að rannsaka genin og hefur jafnframt gert mönnum kleift að breyta þeim. Þetta kallast erfðatækni . Strax á áttunda áratug síðustu aldar gátu erfðafræðingar „klippt“ út gen og „límt“ þau inn á nýjum stöðum. Þeir gátu til dæmis flutt gen úr einni frumu og inn í aðra og búið til lífverur sem voru gæddar eiginleikum sem þær höfðu ekki áður. Þar eð nær allar lífverur nota sama erfðafræðilega stafrófið getur til dæmis baktería lesið gen úr mannsfrumu og framleitt prótín sem aðeins mannsfrumur hafa búið til áður. Erfðatæknin er nú notuð víða, svo sem til að framleiða ný lyf, búa til nýjar plöntur og til að auka þekkingu okkar á erfðum lífvera. Lyf úr bakteríum Við getum nú búið til lyf, sem áður var erfitt að framleiða, með því að koma geni, sem ákvarðar lyfið, úr manni fyrir í bakteríum og láta þær mynda það. Vaxtarhormón var meðal fyrstu efnanna sem framleidd voru með aðferðum erfðatækninnar. Börn, sem mynda of lítið af þessu hormóni, verða lægri vexti en eðlileg börn. Insúlín er einnig framleitt með hjálp erfðatækni en það er notað til að ráða bót á sykursýki. Nota má aðrar frumur en bakteríur til að framleiða prótín manna, til dæmis frumur úr dýrum eða gersveppi . 4.5 6 Ræktunarvökvinn er hreinsaður og úr honum er vaxtarhormónið unnið. 1 Genið fyrir vaxtarhormón er klippt út úr DNA- sameind manns með hjálp sérstaks ensíms. 2 Annað ensím opnar hringlaga litning bakteríu. 4 Hringlaga litningnum, með viðbætta geninu fyrir vaxtarhormón, er komið fyrir í bakteríu. Nýja, viðbætta genið fylgir með þegar bakterían fjölgar sér og hún tekur að mynda vaxtarhormón. 5 Bakteríurnar eru ræktaðar í íláti þar sem þær framleiða vaxtarhormón. 3 Geninu fyrir vaxtarhormónið er komið fyrir í hringlaga litningi bakteríunnar. Myndin sýnir hvernig vaxtarhormón er framleitt með hjálp baktería. Þessi sojabaunajurt hefur fengið nýtt gen sem veldur því að hún þolir sérstakan illgresiseyði. Hann eyðir öllum grænum plöntum, nema sojabaunajurtinni. Þetta erfðabætta afbrigði sojabaunajurtarinnar hefur verið ræktað frá árinu 1996.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=