Maður og náttúra
101 4.4 Barn með heilkenni Downs getur verið haldið ýmiss konar þroskahömlun. Hvítur krókódíll. Orsökin er sú að erfðaefni hans er gallað vegna stökkbreytingar sem veldur því að frumurnar geta ekki framleitt þau efni sem gefa krókódílum lit sinn. Erfðagallar Of margir litningar Þegar kynfrumurnar myndast eiga að vera 23 litningar í hverju eggi og hverri sáðfrumu. Stundum kemur þó fram galli í kyn- frumum. Margir gallar leiða til þess að engin frjóvgun getur orðið eða að fóstrið á sér enga lífsvon. Aðrir gallar geta valdið ýmiss konar þroskahömlun eða annars konar fötlun. Algengasti meðfæddi erfðagallinn, sem stafar af röngum fjölda litn- inga, er heilkenni Downs . Börn, sem fæðast með þennan erfðagalla, hafa þá 47 litninga í frumum sínum í stað 46 litninga. Þroskahömlunin er mjög mismunandi eftir einstaklingum en margir þurfa mikla aðstoð, jafnvel þegar þeir hafa náð fullorðinsaldri. Stökkbreyting: breyting í DNA-sameind Stundum koma fram nýir gallar í DNA-sameind í einhverri af frumum líkamans og það getur gerst hvenær sem er á ævinni. Þetta getur gerst vegna þess að mistök verða þegar fruma eftirmyndar DNA-sameindir sínar. DNA-sameindirnar geta líka skaðast vegna ýmiss konar sérvirkra efna og geislunar frá geislavirkum efnum eða frá sólinni. Frumurnar geta yfirleitt gert við gallana en stundum mistekst það og þá verður varanlegur galli í því geni. Slík breyting kallast stökkbreyting . Sumar stökkbreytingar leiða til þess að fruman veit ekki lengur hve- nær hún á að hætta að skipta sér. Frumur af þessari gerð geta orðið að krabbameini . Stökkbreytingar í líkamsfrumunum ganga að erfðum við frumuskiptingar en erfast ekki milli kynslóða. Gallar, sem koma fram í kynfrumunum, geta hins vegar erfst til afkvæmanna því að það er erfðaefni þessara frumna sem berst til næstu kynslóðar. Flestar stökkbreytingar eru skaðlegar. Öðru hverju kemur þó fram breyting sem kallar fram nýjan og heppilegan eiginleika. Þetta getur á löngum tíma orðið til þess að nýjar tegundir lífvera verða til.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=