Maður og náttúra

100 ERFÐIR OG ERFÐAEFNI Fjölgena erfðir og áhrif umhverfis Flestir eiginleikar okkar ráðast af tveimur eða fleiri genasamsætum . Litur húðar og augna og háralitur eru vel þekkt dæmi. Þegar mörg gen ráða erfðum tiltekins eiginleika geta þau raðast saman á marga vegu við frjóvgunina. Þess vegna er húðlitur fólks svo margbreytilegur, frá bik- svörtum og yfir í skjannahvítan lit. Þegar mörg gen ráða tilteknum eiginleika verður erfitt að spá fyrir um það hvernig hann erfist. Margir eiginleikar okkar ráðast auk þess bæði af erfðum og af áhrifum frá umhverfinu. Dæmi þessu til stuðnings er það hvernig við bregðumst við geislun sólar. Þeir sem baða sig lengi í sólinni verða oftast brúnni en hinir sem sitja inni eða í skugga, jafnvel þótt allir hafi nánast sama húðlitinn í upphafi. En ekki verða allir jafn brúnir, þótt þeir séu álíka lengi í sólbaði. Skýringin er sú að við höfum erft mis- munandi hæfni til þess að mynda brúnt litarefni í húðfrumunum. 1 Hvers vegna eru gen alltaf í pörum? 2 Hvað kallast þau gen sem koma alltaf eiginleikum sínum fram? 3 Hvað kallast þau gen sem verða að erfast frá báðum foreldrum til þess að koma fram? 4 Nefndu dæmi um eiginleika sem ráðast af mörgum genum. 5 Nefndu dæmi um eiginleika sem ræðst af samspili milli erfða og umhverfis. 6 Hjá kanínum ræðst svartur litur á feldi af ríkjandi geni (S) og hvítur litur á feldi ræðst af víkjandi geni (s). Tvær svartar kanínur, sem eru arfblendnar parast og eignast afkvæmi. Búðu til reitatöflu og sýndu þær genasamsetningar sem geta komið fram hjá ungunum. 7 Hvers vegna er erfitt að segja fyrir um það hvernig eiginleiki erfist ef hann ræðst af mörgum genum? Litur húðar og hárs ræðst af mörgum genum og því er ekki að undra að þessir eiginleikar birtast í mörgum afbrigðum. SJÁLFSPRÓF ÚR 4.3

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=