Maður og náttúra
8 LJÓSTILLÍFUN OG BRUNI Glúkósi er bæði næring og byggingarefni Öllum er það líklega ljóst að plöntur þurfa ljós til þess að þrífast. Pottablóm, sem stendur í dimmu herbergi, verður fljótlega fölt og ræfilslegt og drepst svo með tímanum. Án ljóss verður engin ljóstil lífun og plantan fær þá engan glúkósa sem hún þarf til þess að geta lifað. Hún sveltur einfaldlega í hel. Glúkósi er þó ekki eingöngu næring (fæða) í plöntum. Þessi sam eind er líka notuð sem byggingarefni sem nýtist til vaxtar og til þess að mynda blóm og fræ. Þegar tré byggir upp gildan stofn sinn notar það glúkósa til þess. Glúkósanum er þá breytt í annars konar og stærri sameindir sem eru byggingarefni plantna. Plöntur búa til mjölva og beðmi Í plöntum eru margar glúkósasameindir tengdar saman í keðju og þannig myndast mjölvi (líka kallaður sterkja) og beðmi (sellulósi). Glúkósi, mjölvi og beðmi kallast einu nafni kolvetni . Plöntur framleiða mjölva fyrst og fremst til þess að geyma glúkós ann þar til þörf verður á honum síðar. Mjölvinn geymist meðal ann ars í fræi, laukum og rótarávöxtum. Gulrófur og gulrætur eru dæmi um mjölvamikla rótarávexti og kartöflur eru mjölvarík stöngulhnýði. Mikill mjölvi er líka í kornvörum, hrísgrjónum og maís. Í beðmi eru glúkósakeðjurnar mun lengri en í mjölva. Þessar löngu keðjur eru í frumuveggjum plöntufrumnanna. Beðmi myndar sterkar og stinnar trefjar og hentar því vel sem byggingarefni í stofnum, grein um og laufblöðum plantna. Mjölvi og beðmi (sem heitir líka sellulósi) eru langar keðjur úr glúkósasameindum. Beðmi er úr þúsundum glúkósasameinda sem eru tengdar saman í langri keðju. Hluti langrar mjölva- eða beðmissameindar Plöntur geta búið til mjölva og beðmi úr glúkósanum sem myndast í ljóstillífuninni. Mjölvi er til dæmis í kartöflum, en beðmi er meðal annars í viði. Stök glúkósasameind
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=