Maðurinn - Hugur og heilsa - Vinnubók

Öll afritun er óheimil. Hvaða skilningarvit? 19 Reyndu að átta þig á því hvaða skilningarviti eða skyni er verið að lýsa hverju sinni. Skrifaðu svarið í línuna undir lýsingunni. Þetta skyn gerir þér kleift að átta þig á hvað snýr upp og hvað niður. Ef það bregst hættir þér til að detta. Þetta skyn er aðeins virkt í ljósi. Skynfærið er hnöttótt, um 2,5 cm í þvermál. Allir sem hafa lært að dansa eða leika á píanó hafa þjálfað þetta skyn. Það hjálpar heilanum að muna hvaða vöðvum á að beita, svo auðveldara verður að endurtaka hreyfingarnar. Þegar loftið titrar safna skynfæri þessa skyns bylgjunum saman og breyta þeim í taugaboð sem berast til heilans. Þetta skyn tengist sérstökum hnúðum á tungunni. Skynfæri þessa skyns eru dreifð um líkamann og greina sársauka, þrýsting, hita, kulda og snertingu. Þetta skyn getur varað þig við því ef kviknað er í. Það er mun næmara í mörgum dýrum en í mönnum og þegar þú varst ungbarn þekktirðu foreldra þína með því. 38

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=