Maðurinn - Hugur og heilsa - Vinnubók

Öll afritun er óheimil. 8 a ) Sestu upp á bekk eða borð þannig að fæturnir snerti ekki gólf og reyndu að slaka fullkomlega á. Fáðu svo einhvern til að slá með handarjaðri, litlafingurmegin, létt högg rétt neðan við hnéskelina. Hvernig bregst fótleggurinn við? b ) Sestu flötum beinum á gólfið og láttu handleggina hanga með fram síðunum. Beygðu svo frambolinn eins langt fram og þú kemst án þess að velta um koll. Hvað verður um handleggina? c ) Minnispróf: Settu 8–10 mismunandi smáhluti í beina röð á skólaborð. Láttu félaga leggja röð þeirra á minnið og loka svo augunum á meðan þú færir tvo hluti til. Svo á félaginn að segja til um hvaða hlutir hafi verið færðir. Þetta er allt annað en auðvelt. Reyndu að finna leiðir til þess að festa það í minni og skrifaðu þessar minnisreglur hér. PRÓFAÐU ! 31

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=