Maðurinn - Hugur og heilsa - Vinnubók

Öll afritun er óheimil. 3 Hvað geturðu gert til að hjálpa heilanum að starfa og þroskast? Þrennt af því sem hér stendur er rétt. Merktu þessar réttu staðhæfingar með því að draga hring um þær. Eta ruslfæði Vera inni Hreyfa sig Eta hollan mat Sitja kyrr Sofa nóg 4 Lýstu því sem gerist þegar þú ferð í búð og ætlar að kaupa eitthvað. Skrifaðu í eyðurnar hvað þú ætlar að kaupa. Í sumar eyðurnar skrifarðu í þess stað „heilinn/heilann/ heilanum/heilans“ eftir því sem við á. _ Ég ætla að kaupa _________________________________________ og horfi á úrval af því/þeim í búðinni. Boð um það sem ég horfi á eru send inn í _________________ , sem vinnur úr þessum upplýsingum. ______________________________ ber þessar upplýsingar saman við fyrri reynslu. Ég sé ___________________________________________ og ákveð að ég ætli að kaupa hann/hana/það. Síðan sendir ___________________________ boð til vöðvanna og líkami minn fer að hreyfa sig. Ég tek ______________________________ og geng áleiðis að afgreiðsluborðinu. 29

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=