Maðurinn - Hugur og heilsa - Vinnubók
Öll afritun er óheimil. 11 a ) Tveir vinna saman og hlusta hvor á annars hjartslátt. Hvernig heyrist í hjartanu? Reynið að skrifa hljóðið eins og þið heyrið það. Slær það hægt eða hratt? b ) Nú skaltu ólmast eins og þú getur í um eina mínútu – hoppa, veifa höndum, hlaupa á staðnum, láta öllum illum látum. Láttu svo félaga þinn hlusta aftur á hjartsláttinn. Hverju munar? Hvað hefur gerst í líkamanum? c ) Horfðu á hönd þína með hnefann krepptan. Hjarta þitt er álíka stórt og hnefinn. Réttu svo úr fingrunum og krepptu hnefann álíka hratt og hjartað slær. Hve lengi heldur þú það út? d ) Líttu í spegil, rektu út úr þér tunguna og skoðaðu æðarnar neðan á henni. Hvernig eru þær á litinn? 12 Hvers vegna ætli blóðið í sumum æðum virðist bláleitara en í öðrum? PRÓFAÐU ! 17
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=