Maðurinn - Hugur og heilsa - Vinnubók

Öll afritun er óheimil. 3 a ) Taktu um upphandlegginn. Krepptu svo handlegginn um olnboga. Þá finnurðu fyrir vöðvanum sem dregst saman. Taktu svo upp skólatöskuna eða þunga bók og krepptu handlegginn nokkrum sinnum. Finnurðu einhvern mun á vöðvanum? b ) Stattu með bakið upp að vegg, láttu þig síga niður þar til hnén eru kreppt (eins og þú sitjir í lausu lofti), án þess að styðjast við neitt með höndunum? Hve lengi geturðu haldið stöðunni? Skrifaðu útkomuna! c ) Hvernig leið þér þegar þú varðst að hætta? Hvað heldurðu að hafi komið fyrir vöðva þína? d ) Leggstu á gólfið og reyndu að spenna engan vöðva. Lokaðu augunum og slakaðu líka á vöðvunum í andlitinu. Gastu slakað á öllum vöðvum? Eru allir vöðvar slakir þegar þú sefur? PRÓFAÐU ! 11

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=