Maðurinn hugur og heilsa

Inni í líkamanum Líkaminn er úr ýmsum hlutum sem kallast líffæri. Hvert þeirra hefur ákveðna lögun og hvert gegnir sínu hlutverki. Inni í líkamanum eru líffæri eins og hjarta og lungu. Önnur eru utan á, svo sem húðin. Heilinn tekur við upplýsingum frá öllum líffærum og sendir þeim boð um hvað þau eiga að gera. Í öllum hlutum líkamans eru vöðvar . Í örmum og fótleggjum eru stórir beinagrindarvöðvar. Við ráðum sjálf hvernig við hreyfum þá. Annars konar vöðvar eru í hjarta og þörmum. Þeir hreyfast sjálfstætt, án þess að við vitum af því. Lifrin hreinsar úr blóðinu efni sem líkaminn þarf ekki. Í maga og þörmum er unnin úr matnum næring sem líkaminn getur tekið við. Afgangurinn fer út úr endaþarminum. Hjartað dælir blóði um allan líkamann. Undir vöðvunum eru beinin, sem saman mynda beinagrind . Skoðaðu beinagrind Beinteins á blaðsíðu 13. Leiðslurnar sem blóðið rennur eftir um líkamann kallast æðar . ristill smáþarmar magi Líkaminn fær súrefni í gegnum lungun . Án þess getum við ekki lifað.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=