Maðurinn hugur og heilsa

93 næring Í matnum eru ýmis næringarefni sem við þörfnumst til að vaxa og halda heilsu. Kolvetni (sykrur), prótín og vítamín eru dæmi um flokka næringarefna. orka Lífverur geta ekki vaxið – og raunar ekki lifað – án orku. Þessa orku fá plöntur úr geislum sólar. Við sækjum orkuna í matinn sem við borðum. púls Í hverjum hjartslætti þrýstist blóð frá hjartanu út í allar æðar líkamans. Í slagæðunum má greina hjartsláttinn sem púls. Hann er mældur með því að telja hjartaslögin í eina mínútu. seytla Þegar vökvi, til dæmis blóð eða vatn, rennur mjög hægt, tölum við um að hann seytli. sía Sía er himna sem sleppir í gegnum sig vökva, til dæmis vatni, en heldur eftir efnisörðum sem hafa orðið eftir í vökvanum. sin Sinar eru sterk bönd sem tengja vöðva við beinagrindina. skynfæri Skynfæri senda heilanum boð um það sem fram fer í kringum okkur eða inni í líkamanum. Mismunandi skynboð, svo sem heyrn, sjón, bragð, lykt og tilfinning, kallast einu nafni skilningarvit. slím Ýmsar rásir í líkamanum, svo sem í meltingarfærum og öndunarfærum, eru að innan þaktar slímhúð. Í henni eru kirtlar sem gefa frá sér slím og halda rásunum rökum og hálum. smásjá Smásjá er tæki sem notað er til að gera örsmáa hluti sýnilega. staða Innan ákveðins hóps manna, til dæmis í bekk í skóla, hafa persónur misháa stöðu. Hárri stöðu fylgir mikil virðing. súrefni Súrefni er lofttegund í andrúmsloftinu. Hvorki menn né önnur dýr geta lifað án súrefnis. sýking Þegar bakteríur eða veirur kalla fram sjúkdóm í líkamanum tölum við um sýkingu. Sjúkdómar sem berast með sýkingu eru kallaðir smitsjúkdómar, til dæmis kvef, inflúensa og mislingar. taug Taugar liggja um allan líkamann. Eftir þeim berast, leiftursnöggt, boð á milli heila og ýmissa hluta líkamans og gera þér kleift að anda, finna til, hreyfa þig, finna lykt og bragð, heyra og sjá. Taugaboðin eru ákveðin gerð rafboða. taugaviðbragð Innan taugakerfisins berast oft boð sem kalla fram ósjálfráð viðbrögð. Ef þú styður til dæmis fingri á heita hellu á eldavél kippirðu hendinni að þér án þess að hugsa um það. tíðir Tíðir eru blæðingar úr legi konu. Þegar stúlka verður kynþroska hefjast þessar blæðingar og eru merki þess að hún hefur nú líkamsþroska til að ganga með barn. Konur, sem eru ekki barnshafandi eða hafa nýlega alið barn, hafa tíðir í um það bil viku einu sinni í mánuði þangað til um fimmtugt. æð Blóðið rennur um líkama þinn eftir leiðslum sem kallast æðar.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=