Maðurinn hugur og heilsa

92 amba Amba eða amaba er mjög lítið dýr, aðeins ein fruma. Ömbur breyta sífellt lögun og hreyfa sig eða taka til sín næringu með því að skjóta út totum. Nokkrar ömbur eru sníklar og geta valdið sjúkdómum í mönnum. auglýsing Fyrirtæki og framleiðendur nota auglýsingar til að fá okkur til að kaupa vörur frá þeim. Auglýsingar birtast til dæmis í blöðum og tímaritum, á skiltum og í útvarpi og sjónvarpi. baktería Bakteríur eru svo litlar að þær sjást aðeins í smásjá. Bakteríur eru alls staðar – í lofti, jörð og vatni. Sumar bakteríur valda sjúkdómum, en margar gera gagn í náttúrunni. Bakteríur í jarðvegi breyta leifum dauðra dýra og plantna í mold. blóðrás Blóðrásin er leið blóðsins um líkamann, gegnum hjarta og æðar. bólusetning Við bólusetningu er bóluefni sprautað inn í líkamann til að koma í veg fyrir að maður sýkist af ákveðnum sjúkdómi. fóstur Á meðan barn vex inni í líkama móður sinnar kallast það fóstur. fruma Allar lifandi verur eru gerðar úr mjög smáum einingum sem kallast frumur. Í líkama manns eru margir milljarðar af frumum. Þær eru mismunandi að gerð og skipta með sér verkum. hormón Hormón eru efni sem verða til í líkamanum og flytja ýmiss konar boð. Í heilanum myndast til dæmis hormón sem stýra vexti þínum. hreinsistöð Hreinsistöðvar hreinsa óhreinindi úr skolpi, til dæmis frá böðum, salernum eða þvottavélum. Við tölum um lifrina og nýrun sem hreinsistöðvar líkamans, því þessi líffæri hreinsa ýmis óþörf eða skaðleg efni úr blóðinu. kirtill Kirtlar eru líffæri sem mynda ýmis efni í líkamanum. Sumir kirtlar losa efnin inn í meltingarfærin eða út um húðina. Aðrir, kallaðir innkirtlar, láta frá sér boðefni, hormón, inn í blóðið. koltvíoxíð Koltvíoxíð eða koltvísýringur er lofttegund sem er í andrúmslofti okkar. Það myndast í líkama þínum úr súrefninu sem þú andar að þér. Koltvíoxíð myndast líka þegar brennt er kolum, olíu eða gasi til hitunar eða eldunar, og það er í útblásturslofti bifreiða. kynfæri Kynfærin eru líffæri sem gera okkur kleift að eignast börn. Hlutar af kynfærum kvenna eru eggrásir, eggjastokkar, leg og leggöng. Í körlum eru sáðrásir, sáðblöðrur, blöðruhálskirtilll, typpi, eistu og pungur. kynþroski Við kynþroska verða strákar og stelpur fær um að eignast börn. Kynþroskinn, sem yfirleitt hefst við 10 til 14 ára aldur, veldur ýmsum breytingum á líkamanum. litarefni Í húðinni eru litarefni sem ráða hörundslit manna. Í miklu sólskini myndast mikið af þessum litarefnum og húðin verður sólbrún. líffæri Hvert líffæri er líkamshluti sem vinnur ákveðið verk. Sem dæmi um líffæri inni í líkamanum má nefna lifur, lungu og nýru. mótefni Mótefni eru efni sem ónæmiskerfi líkamans myndar. Þau verja líkamann gegn sjúkdómum með því að eyða veirum og bakteríum. Orðskýringar Hér eru nokkur orð sem þú þarft að þekkja til þess að geta skilið efni þessarar bókar. Orðin eru í stafrófsröð.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=