Maðurinn hugur og heilsa

90 Hér sérðu mynd af nokkrum af félögunum í 6. bekk AT, sem sagt hefur verið frá í þessari bók. Skoðaðu þau vel! Sum eru lágvaxin, önnur há. Sumum finnst ekkert yndislegra en litlar og sætar kanínur. Önnur eiga þá ósk heitasta að verða atvinnumenn í knattspyrnu. Sum verða skotin í strákum, önnur í stelpum, og loks eru þau sem dreymir um poppsöngvara eða kvikmyndastjörnur. Sumum þykir enginn matur betri en pitsur, önnur kjósa fremur grænmetisrétti. Sum horfa helst á hryllingsmyndir, önnur vilja heldur lesa bækur. Sum njóta sín best á fjölmennum skemmtunum en önnur kjósa frekar að fara í bíó með félögum sínum. Svo eru þau sem eru með freknur eða eru stórfætt. Þau eru, í einu orði sagt, ólík. Og það á við um félaga þeirra í öllum bekkjum í öllum skólum. Það ert þú sem ræður yfir eigin tilfinningum og eigin líkama. Aðeins þú getur vitað hvað þér líkar og hvað þér mislíkar. Gleymdu aldrei að hlusta á skoðanir þínar. Þegar á allt er litið ert þú mikilvægasta persónan í lífi þínu. Þú skiptir máli!

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=