Maðurinn hugur og heilsa
89 Skuggahliðar áfengisins Víðar en í tóbaki eru efni sem eru skaðleg fyrir líkamann. Til dæmis í áfengi. Bjór og vín eru áfengir drykkir. Í þeim er efni, sem við köllum alkóhól eða áfengi. Í fyrstu er eins og áfengið valdi slökun í líkamanum. Það losnar um höft og þú verður djarfari en áður. En ekki er allt sem sýnist. Áfengið deyfir heilann. Það dregur úr hraða boða milli heila og tauga. Sjón og jafnvægisskyn raskast. Viðbrögð þín verða hæg og athygli og dómgreind bregðast. Áfengisneysla kemur við sögu margra slysa. Auk þess verða margir háðir áfengi, sem er sérlega hættulegt fyrir börn og unglinga sem eru að vaxa og þroskast. Margir byrja „af fikti“ Margir byrja að reykja og drekka þótt þeir viti af hættunum af tóbaki og áfengi. Sumir fara að fikta af forvitni. Aðrir halda að þeir verði við það „svalari“. Margir byrja af því að „allir aðrir“ gera það. Eða af því það er bannað og þar með spennandi. Kannski finnst þeim að sígarettan eða bjórglasið sé merki um sjálfstæði eða þroska fullorðins manns. Ástæðan fyrir því að menn ákveða að byrja að reykja eða drekka skiptir ekki máli. Það væri bara hollara að láta það vera. Það ert þú sem stjórnar eigin líkama. Gleymdu því ekki! Finnst þér eitthvað svalt við að eitra fyrir þennan líkama? Vissir þú að … N Nærri því annar hver maður sem reykir á eftir að deyja af völdum sjúkdóma sem tengjast reykingunum. N Við framleiðslu á tóbaki er regnskógum eytt af stórum svæðum, dýrategundir deyja út og umhverfi er spillt. 1 Nefndu að minnsta kosti þrennt sem gerist í líkamanum ef þú reykir. 2 Nefndu að minnsta kosti þrennt sem gerist í líkamanum ef þú drekkur áfengi. 3 Hvað heldurðu að Adam hefði gert ef ekki hefði verið hringt inn í sama bili og hann greip sígarettupakkann? Semdu fimm snjöll svör sem Adam hefði getað notað til að skýra það að hann vildi ekki reykja. Hvað veistu?
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=