Maðurinn hugur og heilsa

8 Emil eldist og stækkar 5 ára Þegar Emil verður fimm ára vex hann enn hratt. Hann hefur nú lært að ganga, hlaupa, tala og margt fleira sem hann gat ekki þegar hann fæddist. Í líkama hans myndast sífellt nýjar frumur og hann heldur áfram að vaxa. Og sumu í líkamanum er fleygt og annað kemur í staðinn. Brátt fara til dæmis fyrstu barnatennurnar að losna! 13 ára Á táningsárum, þegar flestir innri hlutar líkamans eru fullþroskaðir, er komið að kynþroska. Beinin vaxa hratt og sum lengjast um marga sentimetra á fáeinum mánuðum. Auk þess kalla sérstök hormón nú fram margs konar breytingar á líkamanum. Þar með má nefna hárvöxt kringum kynfærin, svitamyndun, stærri brjóst, tíðablæðingar, skegg og dimma rödd. Þá er kynþroski hafinn.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=