Maðurinn hugur og heilsa
87 Tóbak er skaðlegt Það vita víst flestir að tóbak er óhollt. Hér er skrá um það tjón sem líkami þinn getur orðið fyrir af reykingum eða annarri tóbaksnotkun: Tóbak Tóbak er unnið úr tóbaksplöntum. Laufin eru þurrkuð og skorin í strimla sem notaðir eru í sígarettur, vindla eða munn- og neftóbak. Í tóbaki er nikótín. Þegar tóbak er reykt, myndast önnur skaðleg efni, svo sem tjara. Nikótín er taugaeitur sem veldur samdrætti í æðum. Við það verður erfiðara fyrir blóðið að komast leiðar sinnar um líkamann og hjartað verður að slá örar til að líkaminn fái nóg súrefni. Nikótín er líka vanamyndandi. Eftir nokkrar sígarettur finnst líkamanum hann þurfa meira. Þá verður erfitt að venja sig af reykingunum. ! Þolið minnkar svo þú þarft að reyna meira á þig við alla líkamlega vinnu. ! Þér verður oftar kalt. ! Þú færð ljóta húð. ! Þú hóstar meira. ! Þú finnur minna bragð af matnum því bragðskynið dofnar. ! Álag á hjartað eykst. Það er knúið til að slá nokkur þúsund slög aukalega á sólarhring. Þannig eykst hættan á hjartasjúkdómum. ! Fingur og neglur skemmast. Fingurnir verða gulir af langvarandi reykingum. ! Þú færð oftar kvef og fleiri sjúkdóma. ! Tennurnar verða gular. ! Það verður vond lykt út úr þér. ! Lungu þín skemmast, í versta falli geturðu fengið lungnakrabbamein, sem er banvænn sjúkdómur. ! Þú gerir öðrum mein. Tóbaksreykurinn sem berst frá þér spillir heilsu þeirra sem eru nálægt þér. fróðleikur
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=