Maðurinn hugur og heilsa

Tóbak og áfengi Allir vita að það er óhollt að reykja og drekka áfengi. Samt byrja margir á þessu. Á vegg bak við leikfimihús skólans er æfingakarfa, sem raunar er sjaldan notuð til æfinga. Þar standa Nanna og fleiri úr sjöunda bekk. Nanna dregur sígarettupakka upp úr úlpuvasanum og býður hinum. Þegar Adam birtist flýta þau sér öll að fela sígaretturnar bak við sig. Þegar þau sjá að þetta er bara Adam léttir þeim. „Mér brá aldeilis. Ég hélt að þú værir kennari. Reykirðu, Adam?“ „Eiginlega ekki.“ Þá er kominn tími til að þú byrjir. Hérna!“ Nanna fleygir sígarettupakkanum til Adams, sem grípur hann ósjálfrátt, en um leið er hringt inn. Adam kastar pakkanum aftur til Nönnu og gengur í átt að anddyri skólans. „Frímínúturnar eru búnar. Við verðum að geyma þetta þangað til seinna.“ 86

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=