Maðurinn hugur og heilsa

85 Tekist á um virðingu Það er alvanalegt að nemendur í bekk njóti mismikillar virðingar meðal félaganna. Hvernig ætli standi á því? Hvernig tilfinning er það að vera æðstur í hópnum eða að vera úthrópaður sem úrhrak? Staða innan hópsins getur ráðist af ýmsu. Í fótboltaliði njóta þeir mestrar virðingar sem leiknastir eru í að slá andstæðingana út af laginu eða skora flest mörk. En í skólanum gilda allt aðrar reglur. Sá sem nýtur mestrar virðingar hjá bekkjarfélögunum er kannski lágt skrifaður á fótboltavellinum og í meðallagi í leiklistartímum. Breytt staða Stundum er eins og það sé engin leið til að komast úr þeirri stöðu sem maður er í innan hópsins. Að sá sem einu sinni er stimplaður sem „feiminn“, „einfari“ eða „leiðinlegur“ hljóti að bera þann stimpil upp frá því. En það er ekki rétt, sem betur fer. Aðstæður breytast og þú átt eftir að fást við margvísleg hlutverk yfir ævina. Knattspyrnukonan Katrín Jónsdóttir var hrædd við ýmislegt þegar hún var lítil. Hún þorði til dæmis ekki að fara í lyftu og kaus frekar að hlaupa upp margar hæðir. En nú hræðist hún fátt og er orðin mikið hörkutól í fótbolta og fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins. Handknattleiksmaðurinn Björgvin Páll Gústavsson var til dæmis afar feiminn þegar hann var barn. Þá fór hann hjá sér við það eitt að tala þegar bekkurinn hlustaði á. Nú er hann í íslenska landsliðinu í handknattleik og stendur sem klettur í markinu frammi fyrir þúsundum áhorfenda. Hann átti meðal annars sinn þátt í góðu gengi liðsins þegar það vann til silfurverðlauna á Ólympíuleikunum í Beijing árið 2008. Er ekki ákveðin huggun í þessu? Manstu þetta? 1 Hvað er einelti? 2 Geturðu nefnt þrennt sem flokkast sem einelti? 3 Skrifaðu þrjú góð svör til að bauna á einhvern sem reynir að stríða þér. Umræðuefni 4 Hvers vegna leggja sumir aðra í einelti? 5 Hvað er hægt að gera til að koma í veg fyrir einelti? 6 Hvers vegna heldur þú að menn þori oft ekki að segja frá því þegar þeir verða varir við að einhver er lagður í einelti? 7 Hvað heldur þú að ráði því að sumir komast í háa stöðu innan hóps en aðrir ekki? Hvað veistu?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=