Maðurinn hugur og heilsa

Hættið eineltinu. Strax! Þeir sem starfa að málefnum barna og unglinga á Íslandi fá oft spurningar um einelti, bæði símleiðis og í tölvupósti. 82 Hver eru áhrif eineltis á þá sem fyrir því verða? Það er engu líkara en eitthvað bresti inni í þeim. Sjálfsálitið dofnar og þar kemur að þolendurnir fara að trúa því sem kvalararnir segja. Ef þú hlustar oft á hverjum degi á það að þú sért auli trúir þú því að lokum að svo sé. Og áhrifanna gætir lengi. Auk þess er hætt við að sá sem hefur þurft að þola einelti hætti að treysta öðrum. Sumir komast aldrei yfir þessa tilfinningu. Einelti getur eyðilagt líf manna. Hvers vegna stunda svona margir einelti? Ég held að allir sem leggja aðra í einelti þurfi að vekja á sér athygli og sýna mátt sinn. Þeir njóta þess að láta félaga sína sjá hversu harðir naglar þeir eru þegar þeir láta út úr sér einhvern óþverra eða hrekkja þá sem minna mega sín. Mér er nær að halda að upphafsmennirnir geri sér ekki alltaf grein fyrir því tjóni sem þeir valda með eineltinu. „Já, en þetta var bara í gamni. Það átti bara að vera fyndið!“ Þannig held ég að margir hugsi. En þeim sem fyrir eineltinu verða finnst það hvorki fyndið né gaman.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=