Maðurinn hugur og heilsa

81 Viðtal: Óskar, 12 ára Myndin hér á síðunni er ekki af Óskari. – Fitubolla! Þú ert ógeðslegur! Svona glósur dynja daglega í skólanum á Óskari, sem er orðinn 12 ára. Nú er svo komið að Óskar er sjálfur farinn að trúa því að hann sé ógeðslega feitur. En enginn fullorðinn fæst til að hlusta á hann. Þetta hófst strax í fyrsta bekk. Óskar minnist þess ekki að hann hafi neitt gert á hlut Tomma. Samt góndi Tommi illkvittnislega á hann og kallaði hann fitubollu. Og upp frá því hefur hann haldið því áfram. „Nú erum við að byrja í sjötta bekk. Og enn líður varla svo dagur í skólanum að hann tali ekki um hvað ég sé feitur. Ég reyndi fyrst að leiða þetta hjá mér. En nú er ég farinn að halda að þetta sé kannski rétt hjá honum. Er ég kannski feitur og ógeðslegur? Mér líður afar illa út af þessu. Mér finnst að ég sé ekki eðlilegur.“ Óskar hefur mörgum sinnum reynt að tala um þetta einelti við kennslukonuna og foreldra sína. En þeim finnst þetta ekkert stórmál. – „Hann er bara að stríða þér.“ – „Láttu eins og þú heyrir það ekki.“ – „Reyndu að leiða hann hjá þér.“ Þetta eru svörin sem Óskar fær þegar hann leitar eftir hjálp. „Þau skilja ekkert! Þau halda að stríðni geti ekki talist einelti. En ég skynja þetta sem einelti. Ég kvelst undan því að þurfa daglega að hlusta á glósur um líkamsvöxt minn!“ Það sem Óskari finnst verst við eineltið er að því linnir aldrei. Tommi heldur sífellt áfram að kalla hann fitubollu. Nema í sumarleyfi á milli þriðja og fjórða bekkjar. Þá hætti Tommi að angra hann. „Þá vorum við allt í einu orðnir félagar og lékum okkur saman á hverjum degi. En strax á fyrsta skóladeginum umturnaðist hann. Þá voru hin hrekkjusvínin komin, sem höfðu verið annars staðar um sumarið. Hann virtist hafa gleymt öllum skemmtilegu stundunum sem við áttum saman í fríinu. Þá um kvöldið brast ég í grát þegar ég kom heim. Mér leið svo illa.“ Óskar veit að hann á að leiða frekjuna í Tomma hjá sér. En hann getur það ekki. „Sem betur fer standa tveir félagar mínir með mér. Þeir finna hversu nærri mér ég tek það þegar Tommi kallar mig fitubollu. Þeir eru bestu vinir mínir! Stundum óska ég þess að Tommi flyttist í annað skólahverfi svo ég fengi frið fyrir honum. Eða að hann hætti þessum kvikindisskap.“

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=