Maðurinn hugur og heilsa

80 Hvað er einelti? Einelti getur komið fram með ýmsu móti. Það felst jafnan í því að einhver verður að þola neikvæða framkomu hvað eftir annað og í langan tíma. Þolandinn finnur til vanmáttar og auðmýkingar. Hér eru nokkur dæmi um neikvæða framkomu: N Meiðandi orð. N Rógburður. N Dónaleg bréf í tölvu og farsíma. N Högg og pústrar. N Föt og munir skemmd. N Þolandi hafður út undan. N Grettur, andvörp, fliss eða hlátrar. Ekki þegja! Við eigum aldrei að þola einelti. Samt fer einelti fram í skólum, á fótboltavöllum og vinnustöðum um allt landið. Skólastjóri, kennarar og allt starfslið á að sjálfsögðu að vinna gegn einelti innan skólans en þú getur hjálpað til. Ekki þegja ef þú verður var/vör við að einhver verður að þola einelti! Láttu það heyrast að þér finnst einelti óþolandi. Ef þú þorir ekki að benda á þann eða þá sem standa fyrir eineltinu, skaltu ræða málið við vin þinn eða vini. Þið getið svo kannski í sameiningu talað við kennarann eða skólastjórann um málið. Þetta eru bara fáein dæmi. Aðeins þolendur eineltis geta vitað hvenær þeir verða fyrir árásum eða yfirgangi. Ef þér líður illa og finnst þér misboðið, þá er það þannig! Enginn annar er dómbær á það hvort þú ert beittur einelti. Þarft þú að tala við einhvern? Hjálparsími Rauða kross Íslands er öllum opinn. Númerið er 1717 Ef þú hringir þangað þarftu ekki að segja til nafns. Símtalið er ókeypis og kemur ekki fram á símareikningnum. Fullorðið fólk, sem svarar í hjálparsímann, eru bundið þagnarskyldu.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=