Maðurinn hugur og heilsa

„Í vetur eigum við eftir að fjalla mikið um mannslíkamann. Ég er hér með nokkrar myndir úr feðraorlofi mínu og mér datt í hug að byrja á því að sýna ykkur þær. Á þeim sést hve hratt líkaminn þroskast. Emil hefur stækkað heilmikið síðan þið sáuð hann síðast.“ Þegar Andrés sýnir fyrstu myndina færist þögn yfir bekkinn. Á myndinni sést Emil skríðandi í grasi við sumarbústað. „Mannslíkaminn er alltaf að breytast,“ segir Andrés. „Þroskunin hefst á því andartaki sem ný mannvera verður til inni í mömmu sinni, og henni lýkur ekki fyrr en maðurinn deyr. Einmitt núna, á þessu andartaki, er margt að gerast í líkömum ykkar allra hér í skólastofunni. Spennandi, er það ekki?“ Hraðar breytingar Breytingarnar á líkamanum sjást hvergi betur en á ungbörnum eins og Emil. Þar er vöxturinn örastur og breytingarnar mestar. Í líkama nýfædds barns er margt ekki alveg tilbúið. Heilinn er til dæmis ekki fullþroskaður og beinin eru linari en í fullorðnum mönnum. En hvað kemur næst? Við skulum fylgjast með Emil á næstu opnu. 7

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=