Maðurinn hugur og heilsa

78 Þegar vinir bregðast Góðri vináttu fylgir góð tilfinning og góðir vinir eru okkur afar kærir. Þess vegna tökum við líka afar nærri okkur þegar vinirnir bregðast. Það þarf ekki annað en að einhver sem maður treystir segi öðrum frá því sem átti að vera einkamál, eða manni sé ekki boðið í afmælisveislu eða annað boð. Það er ekki heldur gaman að sjá góðan vin fara með öðrum heim úr skólanum þegar þið höfðuð áður talað um að verða samferða. Þessu fylgir óþægileg leiðindatilfinning. Flestum hefur einhvern tíma fundist félagar hafa brugðist. Rétt á meðan er eins og engum verði nokkurn tíma treystandi héðan af. Og sá sem sjálfur hefur brugðist vini sínum situr oft lengi uppi með slæma samvisku. Stundum er hægt að leysa vandann með því að tala saman í einlægni. En annað gleymist seint eða ekki. Versta andstæða vináttunnar er einelti. „Vinir verða að vera góðir hver við annan. Þeir eiga að standa saman og enginn má bregðast hinum.“

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=