Maðurinn hugur og heilsa

Margs konar vinir Það er erfitt að lýsa því hvað vinátta er. Menn geta verið vinir á svo margan hátt. Sumir hittast sjaldan en skemmta sér þeim mun betur þegar það gerist. Aðrir eru alltaf að hittast, vita allt hvor eða hver um annan og láta ekkert spilla vináttunni. Svo eru sumir vinir í íþróttahúsinu en talast varla við annars staðar. Eða þeir sem kynnast í sumarbúðum og finna strax á sér að vináttan verði varanleg. Sumir vinir hafa aldrei hist. Samband þeirra er gegnum tölvu, með bréfaskriftum eða í síma. Um orðið vinur stendur í orðabókinni: … „kær félagi, náinn kunningi, einhver sem hefur trúnað einhvers.“ „Ekkert er eins mikils virði og góðir vinir. Án þeirra verður maður einmana og fátt er verra en einsemdin. Maður á að vera góður vinur vina sinna. Ég get ekki verið án þeirra.“ „Mér finnst betra að hafa marga félaga en bara einn einkavin. Þá getum við skemmt okkur margir saman. Margir vinir geta gert fleira en tveir, til dæmis spilað ýmis spil.“ 77

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=