Maðurinn hugur og heilsa

Vinir og óvinir Sönn vinátta er með því besta og mikilvægasta í lífinu. Um það eru víst flestir sammála. Og það getur verið mjög sárt þegar vinir bregðast. Þegar Eðvarð stígur út úr bílnum framan við íþróttahöllina bíður Matthías eftir honum við anddyrið eins og hann er vanur. Hann heilsar með því að veifa báðum handleggjum: „Sæll! Þú ert seinn í dag. Ég var farinn að halda að þú kæmir ekki, værir kannski veikur.“ Eðvarð og Matthías eru ekki í sama skóla. En á þriðjudögum og föstudögum hittast þeir á íshokkíæfingum og eru mestu mátar. Ótal sinnum hafa þeir rætt um að annar þeirra ætti að skipta um skóla svo þeir geti verið saman í bekk. Hvorugur þeirra á náinn vin í sínum bekk. En það skiptir kannski ekki verulegu máli. Þeir eiga hvor annan að. Eðvarð heldur útidyrunum opnum meðan Matthías fer inn. „Fljótur nú! Annars missum við af upphituninni!“ 76

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=