Maðurinn hugur og heilsa

73 Þetta er hálfvandræðalegt. Ég heyri stundum talað um að strákum standi, en ég hef aldrei fengið neina skýringu á hvað við er átt með því. Inni í typpinu eru svampkenndir strengir, risvefir. Þegar þeir spennast upp af blóði stækkar typpið og harðnar. Við segjum að manninum standi. Oftast tengist þetta kynferðislegri örvun af einhverju tagi en stundum fer piltum að standa án nokkurs tilefnis, svo sem í strætó, í skólastofunni, á leið í skólann eða í svefni. Þetta getur verið óþægilegt og vandræðalegt, en við því er ekkert að gera.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=