Maðurinn hugur og heilsa
Þegar strákum stendur Þegar strákur verður kynþroska getur hann eignast barn. Þá stækkar typpið og sæði fer að myndast í innri kynfærum. Sæðið er vökvi með örsmáum sæðisfrumum. Þetta gerist Eistun eru í pungnum. Inni í hvoru þeirra eru þúsundir af grönnum, hlykkjóttum leiðslum, sáðpípunum. Ef rétt væri úr öllum þessum rásum yrði samanlögð lengd þeirra í báðum eistum um 100 metrar. Í sáðpípunum myndast og þroskast sáðfrumurnar. Á hverjum sólarhring verða milljónir af nýjum sáðfrumum til. Og þær halda áfram að myndast alla ævi mannsins. Við kynþroska fá strákarnir í fyrsta sinn sáðlát. Þannig sýnir líkaminn að hann er farinn að mynda sáðfrumur. Við sáðlátið kemur út úr typpinu hvítleitur vökvi, sæðið. Sæðisvökvinn, sem sáðfrumurnar synda í, kemur úr kirtlum – blöðruhálskirtli og sáðblöðrum. Á kynþroskaskeiði fá strákar oft sáðlát í svefni. Það er ekki alltaf hægt að greina ástæðu fyrir því en stundum tengist sáðlátið kynörvandi draumum. Við hvert sáðlát spýtist um ein teskeið af sæði út úr typpinu. Í einum millilítra af sæði rúmast um 100 milljón sáðfrumur.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=