Maðurinn hugur og heilsa

68 Kossar og kærleikshót Sum börn verða í fyrsta sinn ástfangin í leikskóla. Annað fólk leiðir allt sem heitir ást hjá sér fram á fullorðinsár. Ástin þekkir engar aldurstakmarkanir, en það fer ekki fram hjá neinum þegar hún gerir vart við sig. Sumir finna fyrir ástinni sem fiðringi í maga. Hjá öðrum birtist ástin þannig að þær eða þeir geta varla um annað hugsað en draumadísina eða prinsinn sinn. Sjálfsagt eru afbrigði ástarinnar í heiminum jafn mörg og mannfólkið. Eitt er þó fullvíst: Ástin skiptir máli. Sumir fórna glaðir frægð, frama og lífsþægindum fyrir ástina; ástarsorg eyðileggur líf annarra. Jafnvel menn sem leiða ástina hjá sér greina áhrif af ást annarra. Allir nema ég ... Við berum okkur oft saman við aðra. Allt í einu finnst þér eins og allir í bekknum nema þú hafi verið með einhverjum. Að öll hafi þau upplifað fyrsta kossinn. Allt snýst um kossa og kærleikshót – aðeins þú virðist standa utan við þetta. En sannleikurinn er sá að við þroskumst mishratt. Sumum er eðlilegt að fara að kyssast í fjórða bekk. Hjá öðrum kviknar ekki áhugi á ástinni fyrr en löngu eftir að grunnskóla lýkur. Hvort tveggja er eðlilegt. Mestu skiptir að þú gerir ekkert sem þú kannt ekki við. Þú átt að stjórna eigin líkama. Hvað tákna orðin? ! Tvíkynhneigður maður getur orðið ástfanginn af persónum af báðum kynjum. ! Gagnkynhneigður maður laðast að persónum af hinu kyninu. ! Samkynhneigður maður laðast að persónum af eigin kyni.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=