Maðurinn hugur og heilsa

66 Strit og sæla Kynþroskaskeiðið getur verið erfiður tími. Það er eins og líkaminn sé allur í uppnámi. Þið eruð að hluta til fullorðin en stundum finnst ykkur þið samt vera ósköp lítil. Stundum er allt þreytandi svo þið vilduð sofa fram eftir á hverjum morgni. Þess á milli leikur allt í lyndi. Þið ráðið ekki við geðsveiflurnar. Ekki eykur það alltaf öryggið og sjálfstraustið að bera sig saman við bekkjarfélagana. Það er annað en gaman að fara fyrstur í mútur. Eða að vera síðust af stelpunum til að fá brjóst! En lífið er samt ekki tómt strit. Þessu skeiði fylgja líka sælustundir. Þá myndast oft góð tengsl milli félaga, og margir af unglingunum kynnast ástinni í fyrsta sinn. Ég sit beint fyrir aftan Tótu í skólastofunni. Nánar til- greint er fjarlægðin 32 sentimetrar. Ég veit ekki hvað kom til. Allt í einu fannst mér að Tóta væri meira virði en hinar stelpurnar. Ég þori ekki að nefna það við nokkurn mann, en ég held að ég sé orðinn skotinn í Tótu.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=