Maðurinn hugur og heilsa
65 Líkaminn í uppnámi Í Íslenskri orðabók er kynþroskaskeið skýrt sem „það tímabil í ævi lífveru er hún verður fær um að auka kyn sitt“. Á þessu tímabili verða miklar breytingar á líkamanum. Það fylgir margt því að fullorðnast. Skoðaðu skrána hér að neðan: ! Líkami þinn lengist mun örar en áður. ! Það vex hár í handarkrikum þínum og kringum kynfærin. ! Þú svitnar mun meira en áður. ! Við kynþroskann verður þú fær um að eignast börn. ! Þú færð bólur í andlitið. ! Ef þú ert strákur verður röddin dýpri – þú ferð í mútur – og þér fer líka að vaxa skegg. ! Ef þú ert stelpa fara brjóstin að vaxa, mjaðmirnar breikka og verða ávalar og tíðir hefjast. Það eru ákveðin hormón í líkamanum sem setja þessar breytingar af stað. Hormón eru efni sem stýra ýmsum störfum líkamans. Sum þeirra myndast í heilanum. sviti brjóst mjaðmir mútur hár hár bólur skegg sviti bólur
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=