Maðurinn hugur og heilsa
Að fullorðnast Fram að tíu til tólf ára aldri þroskast strákar og stelpur á sama hátt. En svo tekur kynþroskaskeiðið við. Kynþroski er æviskeið mikilla breytinga í líkamanum. Þú ert að fullorðnast. „Þú skilur hreint ekkert !“ Álfheiður þrammar niður stigann að herbergi sínu og skellir hurðinni á eftir sér svo undir tekur. Hvað í ósköpunum gengur hér á? Rétt áðan var hún kát og sátt við móður sína. Svo sagði mamma eitthvað sem gerði Álfheiði brjálaða af bræði. Þó keyrði um þverbak þegar mamma horfði ástúðlega á hana og sagði: „Það er eðlilegt að þú látir svona, elskan. Það fylgir kynþroskanum.“ Álfheiður var við það að springa af illsku. Það ætti að banna þennan kynþroska. 64
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=