Maðurinn hugur og heilsa

63 Hjólastóll Sagt er að fyrsti hjólastóll sögunnar hafi verið smíðaður handa Filippusi öðrum Spánarkonungi í lok fjórtándu aldar. Stóllinn var svo þungur og klunnalegur að það þurfti sterkan mann eða menn til að ýta honum úr stað. Skömmu fyrir 1800 fann fatlaður maður upp hjólastól sem hann gat sjálfur knúið án hjálpar annarra. Nú fást margar gerðir af hjólastólum, flestir mun minni og meðfærilegri en fyrstu stólarnir. Meðal annars eru til sérhannaðir hjólastólar fyrir keppendur í hjólastólaakstri, tennis eða körfuknattleik. Hjólastóllinn á myndinni hér til hægri var smíðaður 1811. Sá sem í stólnum sat gat ekið honum með því að snúa sveifunum. Heyrnartæki Leggðu lófann aftur fyrir eyrað og hlustaðu. Heyrirðu að hljóðin verða greinilegri? Það er langt síðan mönnum varð þetta ljóst og langt er líka síðan menn sem heyrðu illa fóru að nota kuðungsskel eða aðra heppilega lagaða hluti eins og trekt til að safna saman hljóði og leiða inn í eyrað. Fyrsta rafmagnsheyrnartækið var fundið upp í lok 19. aldar. Fyrstu heyrnartækin voru stórir og þungir lúðrar sem menn héldu upp að öðru eyra eða báðum til að heyra betur. Nú eru heyrnartækin svo lítil að þau komast fyrir á bak við eyrun eða jafnvel inni í þeim. Þau fást líka í ýmsum tískulitum, jafnvel með skarti eða útflúri.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=